Home › Umræður › Umræður › Almennt › Skaftafellsþjóðgarður › Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði
1. nóvember, 2004 at 10:37
#49057

Participant
Kannski liggur misskilningurinn hjá einföldum sálum okkar í því að við höldum að umhverfisráðherra eigi að vera umhverfisvænn. Setji landið í fyrsta sæti og svo þarfir okkar mannanna í annað sæti og svo rolluna í 3ja sæti.
Við einfeldingarnir skiljum ekki alveg að rollan er númer eitt, Landsvirkjun númer 2, bændur númer 3, fólkið númer 4 og landið númer 5.
Skjaldarmerki Íslands er náttúrulega löngu úrelt fyrirbæri með jötni, belju, dreka og erni. Í dag ætti skjaldarmerkið að vera bóndi, rolla, fjármálamaður og rafall og undirlagið á auðvitað að vera stíflugarður og umgjörðin rafmagnsstaurar.
Kveðja
Halldór