Re: svar: Skilgreining á P gráðu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Skilgreining á P gráðu Re: svar: Skilgreining á P gráðu

#53999
0703784699
Meðlimur

Einsog svo réttilega er nefnt að þá eru ísleiðir breytilegar, geta verið erfiðar í dag en í þrusu aðstæðum og þar af leiðandi öruggari og/eða auðveldari annan daginn.

Þegar þú klifrar ís erlendis að þá hafa gráður fest við leiðir með tímanum, ekki endilega sú gráða sem leiðin fékk þegar hún var frumfarin heldur það sem „meðaltalið“ eða tíminn hefur leitt í ljós. Við Íslendingar búum við óstöðugra veðurfar en til að mynda í Kanada, Frakklandi, Noregi og víðar þar sem ísklifur er stundað af áfergju. Þar má nánast ganga að því vísu að leið X sé í aðstæðum frá Nov til Mars og fyrir og eftir það er hún ekki í kjöraðstæðum. Maður hefur gripið í tómt í Grafarfossinum í byrjun janúar eftir að hafa lesið um einhvern klifra þar um jólin en síðan komist í feitt nokkrum vikum síðar áður en allt hrundi síðan aftur snögglega.

Ef menn frumfara klettaleið að þá er fyrsta gráðan ekki tekin til greina fyrr en nokkrir aðrir hafa gefið sitt álit á gráðunni. Eru menn ekki alltaf að greina á um 5.15 a eða b eða c þessa dagana og eru þó klettarnir „alltaf“ í sömu aðstæðum (auðvitað gæti losnað um grip með tíð og tíma )

Menn koma alltaf til með að kítast um gráður en aðalmálið er að gráðurnar veiti manni smá fyrirheit um það hvað maður er að fara að takast á við. Erfiðleikar (4 kannski ekki kjörin byrjendaleið en þó eitthvað sem flestir sem stunda sportið geta ráðið við), alvarleiki leiðarinnar (þeas erfitt að síga úr leið, bakka úr leið, tryggja sem er reyndar soldið loðið því ísinn er misjafn að þykkt, magni og gæðum og svo líka spurning hvort að tryggja þurfi með klettadóti) og svo lengd sem segir svo sem ekki nógu mikið um erfiðleikana. Siggi fer með rétt að Múlafjall getur boðið uppá alvarlegar og erfiðar leiðir sem lengri leið endilega gerir ekki. En þess vegna er lengdin bara einn af mörgum þáttum í gráðun leiðar.

En spurning er, er verið að fara að endurgráða allt heima eða hvað? Viljum við eitthvað fara að hífa upp okkar gráðukerfi og samræma það við önnur lönd eða halda okkur í því að undirgráða flest? En þetta ætti svo sem ekki að vefjast um of fyrir mönnum þar sem WI6 er það erfiðasta sem hægt er að komast í ís (eða var íslandsvinurinn Albert búinn að finna WI7 í S-Ameríku?). Og svo fellur allt þar undir eða hvað?

Jón Heiðar og Jökull Bergmann fóru Nuit Blanche í Argentiere dalnum ´98 sem var fyrsta WI6 í heiminum. Hún er nú talin léttari en þegar hún var farin fyrst sökum þess að það er búið að bæta við snjó byssum í Grands Montet skíðasvæðið og því meira affall af vatni sem lekur í leiðina. III 6 gráða farin 94, http://www.cascatedighiaccio.it/Nuit%20Blanche.htm

Málið er held ég að finna klassíkera fyrir hverja gráðu fyrir sig og miða síðan flest allt út frá því. Ef þú veist að Grafarfoss er þessi gráða að þá veistu að leiðir með sömu gráðu ættu ekki að vera mikið erfiðari eða léttari osfrv.

Klárlega þarf kerfi síðan ´89 að fá uppreins æru enda margt gerst síðan þá. Mér skilst að byrjendur fari fetlalausir af stað í klifur núna því annað gengur ekki og við skulum nú ekki gleyma því að FÍFI krókur var talinn eins nauðsynlegur og hitabrúsinn var langt þangað til á þessari öld og sér maður ennþá glitta í FIFI ef maður klifrar með fornum hetjum.

En frábært framtak ef framfarsveit ísklifrara í dag vill og nennir að lyfta þessu grettistaki…..enda kynslóðaskipti þar líkt og víðar í samfélaginu.

Stuttbuxnakveðjur frá down under,

Himmi