Re: svar: Skilgreining á P gráðu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Skilgreining á P gráðu Re: svar: Skilgreining á P gráðu

#53997
Siggi Tommi
Participant

Mér persónulega finnst pallagráðan ekki alveg vera að gera sig því hún er skv. þessum pistli í raun bara alpagráða og ég gef mér að þetta sé kópía af einhverju skosku hálandakerfi frá miðöldum.
Palli vill t.d. ekki gráða leiðir í Múlafjalli hærra en IV því þær eru svo stuttar. Það bara virkar ekki. Ísleið fyrir mér er ekkert erfið þó hún sé 200m ef hún er bara WI4 tæknilega. Sú leið fengi líklega hærra á pallaskalanum heldur en megabega kertisleið undir 20m á öðru svæði sem myndi samkvæmt öllum mínum skilningarvitum teljast miklu erfiðari…
Klárlega WI dæmi á þetta þó auðvitað komi aðstæður þarna inn eins og Olli kemur inn á. Ef menn vilja henda alvarleikagráðu aftan við WI erfiðleikastuðulinn, þá er það bara hið besta mál en ég held að það geri lítið því það kunna svo fáir á Fróni á þessar alpagráður (þmt. ég).

Og ég sem hélt að P gráðurnar væru bara sandbaggaðar WI gráður…