Re: svar: Skilgreining á P gráðu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Skilgreining á P gráðu Re: svar: Skilgreining á P gráðu

#53996
Anonymous
Inactive

Vandamálið við allar gráðanir í ís er marbreytanleiki leiðana. Það er að ein leið segjum til dæmis Grafarfossinn. Ef þú mundir klifra hann í dag þá hefur þú ákveðna upplifun. Ef þú klifrar hann viku seinna er þetta allt öðruvísi. Ísinn farinn að bunka meira út eða horfinn á köflum. Ef þú klifrar ákveðna leið fyrstur og hún er í afar erfiðum aðstæðum þá gráðar þú hana samkvæmt því. Ári seinna koma aðrir í leiðina og þá er hún kannski í mikið feitari og auðveldari aðstæðum og þeir segja að þú hafi stórlega yfirgráðað leiðina.
Þetta er vandamálið. Gráður á ísleiðum eru aldrei og verða aldrei greyptar í stein vegna þessa. Þetta eru fyrst og fremst viðmiðunargráður og ber að taka þær með fyrirvara. Þegar klifrari er búinn að klifra mjög margar leiðir fer hann að sjá þetta og reynslan segir honum hver upplifunin er hverju sinni. Það er endalaust hægt að rífast um það hvort ákveðin leið sé gráður WI4 eða WI4+ en vandamálið er við hvað á að miða. Þegar leiðin er í kjöraðstæðum, erfiðum aðstæðum eða léttum aðstæðum. Ætti kannski að taka meðaltalið af þessu??? Þarna er þeim sem fara fyrstu uppferð gefið svolítið laus taumurinn um að ráða þessu. Þetta er allt öðruvísi í klettunum þar sem kletturinn er alltaf eins og þú getur alltaf treyst á ákveðin tök sem breytast ekkert frá ári til árs.
Klifurkveðjur Olli