Re: svar: Skíðakort – Hvað muna elstu menn?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðakort – Hvað muna elstu menn? Re: svar: Skíðakort – Hvað muna elstu menn?

#49181
1709703309
Meðlimur

Sæl,

Við fáum kortin með smá afslætti. Það er reyndar hækkun á kortum frá því í fyrra. Í fyrra auglýsti ég innan ÍSALP og einnar hjálparsveitar. Við vorum held ég 8 eða 10 sem nýttum okkur afsláttinn í fyrra og fengum þá kortin á sama verði og skíðafélögin. Þetta var nú allur áhugin innan þessa stóra hóps með mikinn áhuga fyrir skíðaiðkun.

Málið er að við þurfum að ganga frá þessu fyrir 1. des. Með þessu þá erum við að taka áhættu með skíðasvæðunum.

Allir kvarta um að ekkert er gert en svo þegar eitthvað er gert þá tekur engin þátt … humm ….

Fullorðnir, fæddir 1988 og fyrr
Börn, fæddir 1989 og síðar, grunnskólaaldur

Lágmarksfjöldi er 10

Fæ að vita á þriðjudaginn nákvæmlega verðið en það verður hugsanlega um kr. 13.000,- fyrir fullorðna. Fullt verð um kr. 16.000,- Hækkunin stafar af framkvæmdum við nýja stólalyftu á Bláfjallasvæðinu.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið mér póst á stefanpall@hotmail.com

Munið að ég þarf síðar að fá passamynd af umsækjanda, nafn og kennitölu.

Læt ykkur vita síðar,

Stefán Páll