Re: svar: Skessuhorn

Home Umræður Umræður Almennt Skessuhorn Re: svar: Skessuhorn

#52963
SissiSissi
Moderator

Hemm, ég myndi varla kalla þessar leiðir afrek, annars væri vefurinn plasteraður af afreksmyndum af mér á öðrum hornum, svo sem Þverfellshorni nú eða horni Bankastrætis og Skólavörðustígs.

Gaman að þessum myndum svona til glöggvunar á aðstæðum og skemmtunar, frábærir myndatextar náttúrulega auk þess sem ég er afar myndarlegur (það finnst öllum það sko). Seriously, ótrúlega myndarlegur.

Um helgina ætlum við félagarnir samt að láta afrek verða að veruleika (eða að minnsta kosti hefja afrek) sem lengi verður í minnum haft. Meira um það síðar.

Með vinsemd og virðingu,
Sissi