Re: svar: Skálamál

Home Umræður Umræður Almennt Skálamál Re: svar: Skálamál

#47999
1410693309
Meðlimur

Mér finnst það vera hárrétt athugað hjá Kalla að það er ekki hlutverk ÍSALP að halda uppi neyðarskýli í Tindfjöllum, hvað þá kaffiaðstöðu fyrir sleða- og jeppamenn. Slík starfsemi til almannaheilla stendur öðrum nær (t.a.m. þeim björgunarsveitum sem notað hafa skálann endurgjaldsslaust). Við skulum hafa í huga að sú góða hugsjón að til sé opið neyðarskýli upp í Tindfjöllum má ekki verða til þess að skálinn leggist af, eins og nú stefnir raunar í. Slík niðurstaða væri engun í hag. Er sammála því að lykillinn að málinu sé að læsa skálanum með lykli (það er jú alþekkt hvernig fer með takmörkuð gæði sem enginn á!). Það eina sem ég hef áhyggjur af er skálinn sjálfur, þ.e. útlit skálans með tilliti til þeirra breytinga sem Kalli hefur í huga. Þar þarf að stíga varlega til jarðar. Skálinn er þó ekki í upprunalegri mynd eins og hann er núna, eins og aðrir geta sagt betur frá en ég. Finnst enn spurning hvort staðlað neyðarskýli af minnstu gerð gæti verið betri lausn.
Kv. Skúli Magg.