Re: svar: Silvretta bindingar

Home Umræður Umræður Almennt Silvretta bindingar Re: svar: Silvretta bindingar

#53123
0703784699
Meðlimur

miklu betra en ég átti von á og stóðst allar mínar væntingar og meira en það. Get hæglega mælt með þessu, var mjög efins fyrst um sinn hvernig þú næðir að beita ökklanum, þar sem bakið á snjóbrettabindingunni gefur lítið sem ekkert eftir.

Vorum með 4 burton bretti í umferð (eitt af gömlu útgáfunni sem er með ekki skemmtilegu bindingasystemi og því skipti burton yfir í að nota Voile systemið, síðan nýja frá Burton sem er á heimsíðunni þeirra)

Helgi Hall á Voile bretti að mig minnir með bindingum f. stífa skó (og notaðist hann við Scarpa skó, þeas touring skó, Laser þessa appelsínugulu ). Held að það sé ekki mælanlegur munur á brettunum svo sem, frá burton eða voile….

Vegna þess hve brettin eru breið að þá var ekki alveg eins auðvelt að kanta (nota stálkantinn) þegar þú gengur upp stífa brekku. En ef þú ert vanur að ganga á skíðum að þá aftrar það þér ekki….var frekar vandræði f. brettamenn með litla reynslu af því að labba á skíðum (eða bretti).

Einu vandræðin sem ég lenti í með mitt burton bretti var þegar ég lenti í harðfenni einu sinni (maður á ekki að notast við svona græju á slíkum dögum hvort eð er….hannað fyrir púður og ultimate backcountry…ekki harðfenni) var að festingin sem er efst og neðst á brettinu til að halda því saman losnaði útaf víbringnum sem gerði það að verkum að brettið var ekki eins stíft (sem er einmitt það sem þú vilt og þarft í harðfenni/ís). Þurfti þá að stoppa festa það og svo losnaði það aftur eftir smá stund. Þetta var bara vesen með 2 af 4 nýjum burton brettum, ekki á því gamla og ekki á Voile brettinu. En lítið mál að laga, eitthvað sem maður þarf bara að skoða,

Persónulega myndi ég velja (sem og ég gerði) að notast við venjulega snjóbrettaskó og venjulega snjóbrettabindingu frekar en að vera með þessa stífu plastskó (fjallaskíðaskó). Þetta snýst jú um rennslið og á leiðinni niður er miklu skemmtilegra betra að mínu mati að renna mér í snjóbrettaskóm. Ókostirnir við það er ef þú þarft að brölta mikið, sérstaklega í hörðu undirlagi að þá þarftu einhvern í stífum skóm til að búa til spor (sparka þau f. þig)…en við vorum ekki með brodda sem gæti leyst þann vanda. Ég hef aldrei tekið af mér brettið og labbið upp, þó á mínum ferðum hafi það gerst að meira að segja skíðamenn hafi farið úr skíðunum til að klifra upp (allt bara spurning um hvað þú vilt og ætlar þér held ég)

Annars eini gallinn við split vs. touring skíði…..er að þegar þú lendir á smá flata að þá stinga skíðin þig af. Á leiðinni upp er jafnræði, hliðarrennslið rúlar á leiðinni niður (skemmtilegra rennsli og meiri hraði?) en ef það kemur 500 metra flatur kafli f. næstu brekku og þú nærð ekki hraða til að fara það að þá þarftu að fara úr bindingunni, labba eða breyta brettinu í split sem tekur 1-5 mínutúr + þegar þú kemur að brekkunni að setja það saman aftur til að geta rennt þér…meðan skíðin bara skauta flatann og eru komin yfir áður en þú ert búinn að breyta úr rennsli í labb. En hey…..veldu bara leiðir sem eru brekka alla leið niður og þa´er þetta ekkert mál.

kv úr sólinni

PS; http://www.boreaadventures.com/photos/25/

mynd 2+5+6+7 sýna smá af brettunum

Ég hef ekki mikinn áhuga á að selja þetta split bretti, alfarið mótfallinn því að vera alltaf að selja dótið sem maður er búinn að koma sér upp, en þar sem ég bý langt í burtu frá græjunni og geri ekki ráð f. að nota hana næsta árið að þá má vel hugsa það…en ég bíð eftir tilboði sem er vel ásættanlegt….en er með tvö aukasett af þessu Voile bindinga kit-i sem má missa sín