Re: svar: Sérfræðingar í Intersport

Home Umræður Umræður Almennt Sérfræðingar í Intersport Re: svar: Sérfræðingar í Intersport

#48157
0311783479
Meðlimur

hehehe nokkuð gott. Í framhaldi af þessu man ég eftir sögu (sönn eða ósönn) af ónefndum klifrara sem var í þessari ágætu búð og sá fyrirtaks hnetusett á karabínu og spurði „útivistarsérfræðinga“ búðarinnar hvað hann þyrfti að gefa fyrir gripinn. Leit sérfræðingurinn á hnetusettið og karabínuna og sá að á karabínunni var verðmiði upp á nokkur hundruð krónur, og tjáði klifraranum að þetta væri það sem keisarans væri, þe. nokkur hundruð krónur fyrir hnetusettið + karabínuna. Væntanlega hefur klifrarinn þurft að halda niðri í sér hlátrinum um leið og hann reiddi fram það sem keisarans var.

Eftir þetta magnaða viðtal þá fer ég að hallast að því eð nokkurt sannleikskorn kunni að vera í þessari þjóðsögu af klifraranum.

Góðar stundir
Halli