Re: svar: rangt svar

Home Umræður Umræður Almennt Touching the Void Re: svar: rangt svar

#48302
1410693309
Meðlimur

Gaman að heyra í þér Einar. Ég fékk Touching the Void í jólgjöf og sat eins og límdur við milli jóla og nýárs. Hann skrifar vel Joe Simpson og gaman væri að fá að sparka í hnéið á honum. Eftir að lestrinum lauk hef reyndar varla þorað að fara út úr húsi af ótta við að láta lífið – svo mögnuð var frásögnin. Veit ekki hvort að svona frásagnir eru til þess fallnar að auka áhuga manna á fjallamennsku – gætu heldur ítt undir þá skoðun almennings að klifur og þ.u.l. sé einskonar rússnesk rúletta. Ívar og Jökull eru e.t.v. ekki beint til þess fallnir að kveða niður slíka fordóma eða stuðla að því að fjallamennska verði almenningsíþrótt.