Re: svar: Nýliðun Ísalp

Home Umræður Umræður Klettaklifur Nýliðun Ísalp Re: svar: Nýliðun Ísalp

#47663
2806763069
Meðlimur

Gaman að fá svona góðar viðtökur.

Ég er annars með fleiri hugmyndir sem mig langar að skella fram.

Í samhengi við næstu klifurkeppni væri hægt að keppa í dynóum (fyrir þá sem ekki vita eru það leiðr sem byggja upp á tveimur handfestum og einni til tveimur fótfestum. Kliftarinn notar svo fótfesturnar og fyrri handfestuna til að sveifla sér á yfir í loka festuna.

Það eru nokkrir prílarar í klifurhúsinu orðnir ansi klárir í þessu og mjög gaman að fylgjast með þeim. Þetta er því tilvalið til að gleðja augu áhorfenda.

Önnur hugmynd að vera með myndasýningu í gangi á meðan á keppninni stendur. Ef maður ímyndar sér að keppninn sé haldin hjá HSSR væri myndasýningin í gangi á veggnum á móti klifurveggnum. Þetta er auðvelt í framkvæmd sé notast við sýningavélar með hringbökkum. Fjöldi véla ræðst svo af fjölda mynda sem á að sýna. Myndasýningin miðaðist svo við að vera kynning á starfsemi ÍSALP.

Þriðja hugmyndin í bili er að rukka áhorfendur um lága fjárhæð fyrir inngang, eins og þegar er gert en láta þá á móti fá boðsmiða í klifurhúsið.

Að lokum er ég með aðra tillögu við nýliðahelgina sem er að mögulegt sé að fara einnig í styttri ferð í Valshamar að kvöldlagi.

Til að svara Sigurði þá vill ég minna hann á að árin eru farin að færast yfir, eins og hann hefur reyndar verið óþreytandi við að minna mig á. Það fylgir oft hækkandi aldri að menn róast.