Re: svar: Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn Re: svar: Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn

#50319
Anonymous
Inactive

Frábært að finna þetta en ég sakna þó myndana af leiðunum nyrst á svæðinu þar eru 2-3 klifursvæði í lægri hömrum en þeir eru samt mjög krefjandi þar sem þeir eru nær alveg lóðréttir.
Eitt sem fólk ætti sérstaklega að athuga það er að leiðirnar þarna eru í lengri kantinum og það sem kann að virðast létt leið séð frá vegi gæti litið ALLT öðruvísi út þegar komið er að henni. Best er að fara þarna með V-Þræðingar þar sem ekki er ráðlagt að vera að labba mikið þarna fyrir ofan.
Eins og sést bersýnilega á þessum myndum er mikið af óförnum línum þarna og það sem betra er að nyrsta svæðið er því sem næst óklifrað. Ég man bara eftir 3-4 leiðum sem voru farnar þar en mikið fleiri línu eru þar og sumar hverja all svakalegar. Ef mig minnir rétt þá eru tæknilega erfiðustu leiðirnar í nyrstu hömrunum.
kveða Olli