Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

#53474
Siggi Tommi
Participant

Boltar munu ekki skemma neitt fyrir mér persónulega enda hef ég ekki stundað klifur í leit að sjálfsmorðsvettvangi (nema í hóflegu mæli). Mig hefur einmitt vantað fleiri leiðir til að jöppa í enda hef ég afar lítið mixklifrað með dóti og hef engar sérstakar ambisjónir í þá veru.
Styð Andra heilshugar í þessu máli og mun bolta í tætlur hugsanlega nýjar leiðir sem ég mun setja þarna upp.
Held einmitt að hagsmunir sportsins liggi í að gera þetta aðgengilegt og öruggt svo allir geti farið og jóðlað í þessu í stað þess að úr verði stáleistnaleiðir sem farið verði í á 5 ára fresti eða álíka. Það finnst mér sóun á góðum leiðum.
Toprope er einfaldlega ekki það sama og að leiða og transitionið frá toprope í mixleiðslu verður illyfirstíganlegt ef engar verða boltuðu leiðirnar…

Skora á þá sem ætla að bolta að gera það helst þannig að hægt sé að mixklifra þarna jafnvel þegar lítill eða enginn ís er til staðar. Þá væri hægt að koma þarna allan ársins hring og skemmta sér.

Jólalega gleði!