Re: svar: MaxMix í Múlafjalli

#52126
1306795609
Meðlimur

Hef verið á ferð við Faxaflóann og fannst tilvalið að hnýta vináttuböndin með klifrurum á svæðinu enda veður og aðstæður með besta móti liðna daga. Það gekk sannarlega eftir því félagi og vinur minn Ragnar sló til undir eins og hugmyndin var viðruð en það eru liðin nokkur ár síðan við hnýttum okkur saman. Fyrirtaksaðstæður voru í Múlafjalli, í gær laugardag 29. des, og við höfðum gaman og gott af því að skælast upp það sem við teljum vera Rísanda og stuttan stromp nokkuð innan við Ísteið sem við kunnum ekki frekari deili á. Nú er bara að vona að hlákan fari mildum höndum um ísinn. Þeir sem vilja komast í samband við klifrara sem segir já þegar aðrir segja nei skyldu bæta Ragnari á listann.