Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Lóndrangar › Re: svar: Lóndrangar
Leiðbeinendur og námsliðar á námskeiðinu Fjallamennska III fóru upp nýja leið á Dranginum að vestanverðu. Greinilegur stígur er meðfram Dranganum að sunnanverðu og leiðin nokkuð greinileg.
Leiðin var tekin í 3 spönnum. Arnar nemönd leiddi fyrstu spönnina upp í skarð vestast í Dranganum. Skemmtilegur stans með gott útsýni yfir brimið.
Elvar Örn tók við og leiddi aðra spönnina. Slingum var brugðið um nibbur og grjót sem rokið sá til þess að losa um leið og Elvar náði stansinum og slaknaði á línunni. Skemmtileg og opin leið, sér í lagi þegar við þurftum að klofast yfir laust grjót sem Elvari tókst ekki að losa með Black Diamond hamrinum sínum. Í öðrum stansinum fundum við gamla fleyga og karabínur, trúlega eftir eggjatýslumenn en gaman væri að vita hvort um væri að ræða gamlan klifurstans?
Kjarri, sem er greinilega grennri en lýtur út fyrir, náði einhvern veginn að koma sér fyrir í sprungunni í byrjun 3 spannar. Kannski var það bumbunni að þakka að honum tókst að komast þarna upp? En ofar fór hann og sprungan víkkaði.
Virkilega skemmtileg leið! Skemmtilegt útsýni og fjölbreytt. Nibbur og brjót fyrir sling. Aðeins minna af tryggingum í þriðju spönninni en auðklifrað … svona þegar handtökin molna ekki.