Re: svar: Leifsbók

Home Umræður Umræður Almennt Leifsbók Re: svar: Leifsbók

#51698
2806763069
Meðlimur

Og en eykst spennan. Ég þori varla lengur að fara á klósettið eða að fá mér að borða.

Ekkert elsku mamma í sól og blíðu lengur, Leibbi kominn í alvöru fjalla pakka. Ekki spurning um að hann er réttur maður á réttum stað – en hefur leiðangurinn tíma – og tekur leiðangursstjórin auðveldu og öruggu leiðina út og blæs allt af eða er hann líka réttur maður á réttum stað?

Hvað ef minni spámennirnir í hópnum missa móðin, fær okkar maður back-up til að klára málin?

Það er án efa mikil pólitík í gangi núna í Base Camp. Sumir vilja bara fara heim með reisn (geta sagt að engin annar hafi toppað) en aðrir eru gallharðir á að halda út og bíða færis.

Leiðangursstjórarnir eru líklega farnir að sveigjast á það að halda heim, klára snemma og koma með alla heim. Heillar oft meira en að vera ábyrgur þegar allt fer til fjandans.
Eins og venjulega í fjallamennsku er línan milli þess að vera hetja og fáviti ansi þunn! Þeir hjá Adventure Consultants vita það víst nógu vel af reynslunni (Leifur er í Adv.Consultants leiðangir)!

Spennandi, spennandi!

Það verður einnig gaman að frétta hvort þessi stormur hefur áhrif á vini okkar á Amadablam.