Re: svar: leiðarvísir

Home Umræður Umræður Klettaklifur leiðarvísir Re: svar: leiðarvísir

#52877
Björk
Participant

æi ég held samt að það sé betra að reyna að vinna þetta í góðu í stað þess að vera með leiðindi.

Í Noregi eru þeir að berjast við einn landeiganda og þessu máli er víst ekki lokið enn.

Ég skrifaði þetta mér til gamans í fyrra – svona fróðleikur fyrir hina og mér þykir þetta athyglisvert mál.

„Helstu klifursvæðin á Íslandi eru inná einkaeign. Það að fá að klifra á þessum svæðum og að bolta leiðir (bora inn festingar í klettinn) er gert með leyfi ágætra landeiganda og í raun ekkert sjálfsagt að fá að gera þetta.
Á einu klifursvæði í Noregi, Kanalen í Grimstad, hefur ákveðinn landeigandi sagt stopp. Ekki nóg með það að hann hefur bannað klifur í klettunum heldur hefur hann fyrirskipað að taka skuli alla bolta úr klettunum. Fyrsta leiðin þarna var boltuð árið 1990 og var þá boltað með leyfi þeirra landeiganda og hafa ca 80 leiðir verið boltaðar. Núverandi landeigandi keypti landið 1994 og sagði víst aldrei neitt fyrr en nú í maí.
Norskir klifrarar vilja meina að hann geti ekki tekið niður leiðir sem voru gerðar með leyfi fyrri eiganda og eru að vísa í einhver „friluftslivloven“ sem er eitthvað um útivist og aðgengi fólks til þess. En einhvern veginn held ég að réttur landeiganda sé ansi sterkur og geti í raun gert það sem honum sýnist. Í raun líka alveg skiljanlegt að hann vilji ekki hafa haug af emjandi klifurum fyrir utan nýja húsið sem hann var að byggja og ætlar að flytja inní í sumar. En mikið skilur maður gremju klifraranna.

Held að þetta sé ágætis áminning um að ganga vel um íslensk klifursvæði, gera hlutina í samráði við landeigendur og haga sér vel. Það er nefnilega ekki úr svo mörgu að moða.“

Held að þetta snúist núna um það hvort að nýr landeigandi geti tekið til baka það sem fyrri landeigandi gaf leyfi fyrir.

Sem betur fer er hvergi svona statt á Íslandi en ég vil samt vinna svona mál í sátt við landeigendur og ekki gaman að vera með leðindi. Verðum að horfa á málin frá öllum hliðum.