Re: svar: Klippa annarri eða báðum?

Home Umræður Umræður Almennt Klippa annarri eða báðum? Re: svar: Klippa annarri eða báðum?

#53662

Hollt og gott að pæla í þessu öllu saman. Kannski að menn sleppi því að nota orð eins og „það segir sig sjálft“ varðandi eitthvað svona því þetta segir sig ekkert endilega sjálft við þá sem eru að feta sín fyrstu spor.

Um að gera að halda stemningunni þannig að menn geti komið með hvaða spurningu eða pælingu sem er án þess að hafa áhyggjur af því að einhver finnist þeir vera einhverjir kjánar.

Þetta atriði sem við ræðum hér var t.d. ekkert alveg augljóst fyrir mér þegar ég var að byrja en ég tel mig þó alveg sæmilega skynsaman ;)

En aftur að efninu… þetta er beint frá Beal og takið eftir síðustu setningunni:

„If you climb on uncertain runners (Pitons, nuts, cams, ice screws…) you must separate the strands to reduce the impact load. In effect the impact load is considerably reduced on one strand as opposed to 2.

In addition, separating the strands reduces drag, and allows all the rope’s length to help to absorb a fall’s energy, thus reducing the impact force.

This recommendation is valid even for the first runner above the belay.“

Annars er hér url á þessar upplýsingar: http://www.bealplanet.com/portail-2006/index.php?page=type_corde&lang=us

Ef einhverjir eru að velta fyrir sér tæknilegum atriðum sem þessum, þá endilega minnist á þau. Mig grunar að stundum séu menn ragir við að minnast á eitthvað haldandi að það sé nördalegt. Ísklifur og annað álíka er ekki hættulaus leikur og því er um að gera að vera með sem mest á hreinu.

Þó svo að áður hafi verið minnst á eitthvað hér á vefnum, þá er ekki víst að þeir sem eru að koma nýir inn rekist á það. En þá má líka bara benda á eldri þræði.

Djöfull snjóar úti núna, þetta er snilllllld!!!