Home › Umræður › Umræður › Almennt › Klippa annarri eða báðum? › Re: svar: Klippa annarri eða báðum?
27. janúar, 2009 at 16:27
#53658

Meðlimur
Sælir,
Þetta eru double rope sem við vorum að klifra með. Einhvertíma var mér kennt að klippa báðum í fyrstu tryggingar (1 eða 2) þ.e. ef um góðar tryggingar er að ræða. Eftir það klippa línunum á víxl. Þetta hef ég tamið mér að gera.
Hins vegar sé ég á myndunum að ég hef fyrir misgáning klippt báðum línunum í eina tryggingu mjög ofarlega í seinni leiðinni sem við klifruðum á sunnudaginn. Það er klárlega röng aðferð.
Góð ábending,
Jósef