Re: svar: Klifur dagsins

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur dagsins Re: svar: Klifur dagsins

#52301
Anonymous
Inactive

Ef ég man þetta rétt þá eru tvær klifurrásir vinstra megin við Leikfangaland(mjög áberandi gil þarna sem mikið er notað til að mixa). Þessar tvær leiðir má þekkja í sundur með því að sú sem er lengra (til vinstri) frá Leikfangalandi og er eins og Y í laginu heitir Rísandi(Gráða 4) og leiðin sem er alveg við Leikfangaland heitir Stígandi er gráða 4-5(Upprunaleg gráða)
Leiðin vinstra megin inn í Gilinu(Leikfangalandi) heitir Frosti og er gráða 5(þegar fyrsta uppferð var farin) og er sennilega ein fyrsta(ef ekki sú fyrsta) ísleið sem færi 5. gráðu á Íslandi. Hún var klifruð í desember 1986 af Jóni Geirs. og Snævari. Hægra megin í Gilinu(Leikfangalandi) er leið sem heitir Botnlanginn (3-4. gráða). Ég vona að þetta hressi aðeins upp á minnið á þessum slóðum og sé innlegg inn í væntanlega Topo gerð af svæðinu. Nú hlánar og svo frýs aftur. Alveg eftir björtustu vonum. Það eina sem er negatíft við þetta er að það hefði verið gott að geta klifrað í dag og fengið hláku á morgun en það eru ekki alltaf jólin.
Olli