Re: svar: Klifur á Krít

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifur á Krít Re: svar: Klifur á Krít

#49956
0804743699
Meðlimur

Í raun er ekki mikið um gott klifur á Krít, ekkert í líkingu við Kalymnos í það minnsta.
Ef þú ert að fara í pakkaferð er lílegt að þú farir til Chania. Mjög lítið er um klifur á þeim slóðum en þó eitthvað aðeins í giljum austur af bænum (Í áttina til Iraklion nálægt Rethymno)
Besta klifrið er á suðurströndinni við Líbíuhafið, ágætis klifur er innig í kringum Malia. Töluvert er um skemmtilegar alpínistaleiðir á miðhálendinu en þar er einnig að finna skemmtilegt klifursvæði sem er þó mikið tryggt með náttúrulegum tryggingum.
Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa bíl til umráða.
Það eru í raun engar klifurbúðir á Krít og eini sénsinn til að finna local klifrara er á klifursvæðunum, á netinu eða í eina innanhúsklifurveggnum á eyjunni sem er í Iraklion í Universal Studios.
Þokkalegur vefur er til um klifur á Krít: http://www.climbincrete.com.
Ég á að eiga einhversstaðar topo en stend í flutningum og því djúpt á honum.
Krít er furðuleg eyja, ofsalega frumstæð og falleg á suðurströndinni en frekar spillt í norðri.
Mæli með að skreppa í köfun til dæmis hjá frönskum vinum mínum í http://www.staywet.gr í Agia Pelagia.
Annars ef þetta á að vera klifurferðalag þá er Kalymnos málið, http://www.kalymnos-isl.gr .
Vona að þetta hjálpi eitthvað…

kv,
Bárður Örn