Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Kerlingareldur › Re: svar: Kerlingareldur
23. júní, 2003 at 10:37
#48075
0309673729
Participant
Til hamingju með eldinn! Það er alltaf gaman að heyra þegar menn taka sér pásu í sportklifrinu til að fara flottar alpaklifurleiðir.
Ég er sammála því að alpaklifurleiðir ættu að hafa alpagráður, tæknilega gráðan má svo alveg fylgja með. Helsti gallinn er líklega sá að fáir klifrarar hérna þekkja mikið til alpagráða — sér í lagi í erfiðari kanntinum. En málið er nátttúrulega að reynsla af alpagráðum skapast ekki nema að við byrjum að nota þær meira.
Hvernig væri að taka alpagráður fyrir í haust á kvöldsamkundu í félagsheimili ÍSALP — ræða alpagráðurnar og skella gráðum á allar þekktar íslenskar alpaleiðir. Stjórnin skaffar kaffi og meðí!