Re: svar: Kaldakinn Topo

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Kaldakinn Topo Re: svar: Kaldakinn Topo

#52566
2806763069
Meðlimur

Ian Parnell & Neil Gresham??

Eru þetta ekki einhverjir ofur kappar? Stíga létt til jarðar og fara hljóðlega um þykir mér! Engin myndasýning og ekki svo mikið sem orð um komu þeirra hér á netinu???

Eða erum það bara við sem erum í útlegð sem ekki fylgjumst með?

Annars góð áminning um að menn skrái leiðir. Jafnvel þó einhverjum kunni að finnast það lítt merkilegt að klifra FF þá er það leiðinlegt fyrir aðra klifrarar sem á eftir koma og velja sér kannski leið sérstaklega til að ná í FF að komast að því síðar að leiðin er ekki þeirra. [já ég veit, löng setning].
Ég er amk einn þeirra sem vel frekar óförnu línuna en þá förnu við hliðana á og vill gjarnan að menn standi vel að skráningu svo ég hafi allar upplýsingar. Á móti er ég tilbúinn að gera slíkt hið sama [eða kannski meira viðeigandi að tala í þátíð hér].

http://www.neilgresham.com
http://www.ianparnell.com

Fer einhverjum frekari sögum af ferðum þeirra félaga????

Einn verulega spenntur!