Re: svar: ÍSALP vildi Einbúa

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður þessa dagana Re: svar: ÍSALP vildi Einbúa

#51907
0801667969
Meðlimur

Einbúi er settur á rangan stað á kortinu. Tindur er ekki til. Ég hef það frá fyrstu hendi frá fólki sem bjó að Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð, að sá mjög áberandi klettur sem blasir við frá bænum heiti Einbúi.
Fjallamenn úr Reykjavík komu þarna austur á sínum tíma, uppnefndu þennan klett Tind (sjá árbók Fí 1960) og komu því inn á kort.
Finnst mönnum líklegt að fólk sem hefur eitthvað kennileyti
fyrir augunum á hverjum degi fari með rangt mál?

Á umræddu korti (og fleirum) er örnefnið Einbúi einnig settur fyrir ofan Stóru-Mörk. Það er, hefur aldrei verið, né verður neinn Einbúi á þeim slóðum. Og enn síður tindur.

Kv. Árni ættaður frá Stóru-Mörk