Re: svar: Hvernig má bæta vefinn?

Home Umræður Umræður Almennt Hvernig má bæta vefinn? Re: svar: Hvernig má bæta vefinn?

#49095
0405614209
Participant

Að stjórnin fylgist með á vefnum og taki þaðan hugmyndir og hrindi þeim í framkvæmd er ekki stuldur heldur framkvæmdagleði.

Ég er viss um að Helgi Borg og Olli (sem ætla að byrja á leiðarvísunum) taka öllum sem vilja taka þátt í framkvæmdinni fagnandi. Nú er verið að reyna að fá fólk til að taka meiri þátt í vefmálunum. Fólki er meira en velkomið að taka virkann þátt í því sem er í gangi og stendur til að gera – bara ekkert nema sjálfsagt og vel þegið.

Þetta er ekki spurningin um hvað Ísalp getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir Ísalp.

Kveðja
Halldór formaður