Re: svar: Hvað er að gerast ?

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að gerast ? Re: svar: Hvað er að gerast ?

#52606
Sissi
Moderator

Fór með Steppo og Helga á Hátind föstudaginn langa. Planið var að renna sér eitthvað ótrúlegt.

Í síðustu viku rigndi nokkuð hátt og var því allt alveg grjóthart þarna, hliðarrennslismanninum í hópnum til mikillar armæðu. Hvorki virkuðu græjur hans mjög vel upp (reynið að klifra ískrandi harðfenni á tunglskóm (e. moonboots – eða sk. brettaskór)) og skíða slíkt á einum kanti.

Það varð úr að undirritaður renndi sér niður fremstu línuna, frá klettabeltinu, og beilaði á toppnum. Hrundi væri kannski réttari lýsing og var mjög feginn þegar hann stoppaði á einhverju barði nokkur hundruð metrum neðar.

Steppo og Helgi skíðuðu hinsvegar gríðarlega fallega línu þarna inni í hvilftinni, þá mest áberandi þarna í fjallinu, með besta mögulega stíl. Sú hefur líklega verið lítið farin síðustu árin.

Það er ca. hægt að sjá þetta hérna á myndinni hans AB: http://www.isalp.is/gallery.php?id=3670_348_1 (ég lengst til hægri, þeir lengst til vinstri, AB hallar í ranga átt – þetta er brattara ;)

Ég bölvaði því mikið að vera ekki skíðamaður þennan dag, jafn mikið og ég gladdist yfir því á Heklunni nokkrum dögum áður þegar skíðamennirnir voru í vandræðum. En sagði strákunum jafnframt að það myndi ég aldrei viðurkenna að hafa sagt. Ekki frekar en núna.

Góðar stundir.

Siz