Re: Svar: Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

Home Umræður Umræður Almennt Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn Re: Svar: Hóbó-heilræði og önnur húsráð fyrir fjallafantinn

#54873
2806763069
Meðlimur

Það er ekekrt stórmál að skipta um lím á skinnunum, meira að segja ég hef gert það með góðum árangri. Best er að þrífa gamla límð af með hreinsuðu bensíni eða viðmóta leysiefnum. Þetta verður reyndar ansi fljot sóðalegt svo það er gott að gera þetta heima hjá einhverjum öðrum.

Það ætti svo að vera hægt að fá nýtt kit framan á skinnin og ef þau eru eins og skinn eru flest er ekki mikið mál að skipta. Annars er bara smá pússikband og kannski handsaumakit fyrir hesta (til að sauma þá, þeir kunna ekki að sauma) sem fæst í Hvítlist. Það ætti reyndar að vera til á öllum betri heimilum.

kv.
Softarinn