Re: svar: Hlýtt tjald

Home Umræður Umræður Almennt Hlýtt tjald Re: svar: Hlýtt tjald

#53947
Anna Gudbjort
Meðlimur

Var einmitt að koma úr fjögurra daga kósí túr útí norð norskri mörkinni.

Þegar ég veit að ég er að fara að liggja á snjó lengi, þá tek ég með mér tvær dýnur, eina gamla góða frauðplast og svo upplásna-ógeðslega-dýra-drasl-Artiach-dýnan-sem-núna-er-komin-gat-á. Ég tek líka með mér heimalagaðan flís poka sem ég hef sem læner í svefnpokanum.

En eitt það besta húsmæðratrikk sem ég hef nokkurn tíman lært er að hita vatn/bræða snjó uppí vatnsflöskuna mína, kanski tvær meira að segja og skella þeim svo ofan í svefnpokan áður en ég legg mig. Djöfull er það tóstí. Og svo er vatnið ennþá volgt þegar ég vakna daginn eftir.
Finnst þetta líka snilld þegar ég þarf að vappast um í kuldanum á kvöldin, skelli bara einni heitri Nalgene flösku inní jakkan og þá er ég ekki lengur fúl að eiga heimsins ömurlegasta dúnjakka.

Ég svaf tvær nætur í snjóholu í síðustu viku með semí okei dúnsvefnpolan minn, flíslæner og heita Nalgene flösku til fóta og hef sjaldan sofið jafn vel…. og ég er típan sem er alltaf kalt.

Já og svo hafa pakka af kexi innan seilingar. Éta þegar manni er kalt.

Vona að þetta hjálpi ei-ð.