Re: svar: Hlýtt tjald

Home Umræður Umræður Almennt Hlýtt tjald Re: svar: Hlýtt tjald

#53943
Arnar Jónsson
Participant

Sæl,

Eins og Ívar sagði þá er það rétt að upplásnar dýnur eru bestar, þær eru oft merktar sem 3 season eða 4 season, náttúrulega eru 4 season dýnurnar málið. Þó kosta þær frekar mikið, ódýrari kostur eru einangrunar dýnur og það eru til mjög góðar dýnur sem kosta lítið (sem sagt riflaðar dýnur). En þær taka mikið pláss og hafa ekki eins mikla einangrun, en eru hinsvegar léttari en þær uppblásnu.

Til þess að bæta uppá svefnpokan er það fínt að fá sér flís poka eins og Doddi mælti með (hægt að kaupa sér eða búa til) og ef ég man rétt þá á það að hækka (þar að segja lækka :P ) þæginda mörkin í pokanum um ca. 8°, en þetta er frekar þungt og mikið um sig. Annar kostur eru silki pokar sem eru mun léttari og taka nánast ekkert pláss.. og þeir eiga að hækka (lækka) þægindamörk pokans um ca. 6° og ef ég man rétt þá kosta þeir ekkert það mikið.

Varðandi tjald, þá eru vel þétt tjöld eins og jöklatjöld (4 season) hlýrri heldur en léttari sumar tjöld (2-3 season) en mun dýrari augljóslega. Auk þess sem stærð tjaldsins skiptir máli og fjöldi fólks sem sefur í því ;) Því fleirri því betra, því minna svefnrými því hlýrra.

Þó veit ég ekki alveg með áfengið þar sem það víkar æðarnar í líkamanum sem gerir hann viðkvæmari fyrir kulda og eykur líkur á ofkælingu.. en svín virkar hinsvegar þegar engin hætta er á því :)

Skál í botn !!

Kv.

Arnar