Re: svar: Hlýtt tjald

Home Umræður Umræður Almennt Hlýtt tjald Re: svar: Hlýtt tjald

#53942
2806763069
Meðlimur

Uppblásin einungrunardýna, þykkara betr! Feitur svefnpoki og vertu svo í föðurlandi og síðerma-(ullar)-bol þegar þú sefur, einnig þykkir sokkar og jafnvel húfa og vettlingar þegar svo ber undir.

Renna svefnpokanum alveg upp, reyra að andlitinu og nota kragann ef pokinn þinn hefur slíkan.

Tjöld eru almennt ekki einangruð, þau tjöld sem eru þannig eru ekki sett upp til einnar nætur. Tjöld sem eru byggð upp sem innra og ytra tjald eru hlýrri en þau sem eru aðeins með einn byrðing (single-wall). En ég efast um að þú eigir svoleiðis nema tjaldið sé merkt TAL eða OgVodafone. Ef svo er ættir þú endilega að fjárfesta í alvöru tjaldi.

Að lokum getur góður félagsskapur veit hlýju og óhóflegt áfengismagn hefur einnig verið notað til að tryggja góðan svefn við erfiðar aðstæður á íslandi. Þó hið síðarnefnda komi líklega ekki í vegfyrir kvef og önnur kuldatengd veikindi.

Góða skemmtun í tjaldferðum sumarsins.

kv.
Softarinn