Re: svar: Hlutverk ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Meðlimur af ISALP Re: svar: Hlutverk ÍSALP

#48116
0311783479
Meðlimur

Ísalp er nú ekki bara ferðaklúbbur heldur líka hagsmuna- og regnhlífasamtök allra þeirra sem stunda fjallamennsku á Íslandi. Vel hefur verið staðið að námskeiðum þegar næg þátttaka hefur verið.
Hitt er rétt að þegar nýjir félagar eru að stíga fyrstu skrefin í fjallmennskunni vantar oft að það séu ferðir sem menn geti stigið skrefin og spurt þá reynslumeiri.
En út frá mínum bæjardyrum séð þá er hagsmuna og upplýsingastarfið sem skiptir mig mestu, t.d. upplýsingar um hvað er í aðstæðum, nýjar leiðir og að sjálfsögðu ársritið. Jafnframt er gaman að þessum þremur „festivölum“ ís, kletta og telemark.
Gott hjá þér Styrmir að starta svona umræðu, því félagasamtök á borð við ÍSALP þurfa reglulega að fara í smá naflaskoðun. :o)

kv.
Halli