Re: svar: Hið rétta innræti Orkuveitu Reykjavíkur

Home Umræður Umræður Almennt Hið rétta innræti Orkuveitu Reykjavíkur Re: svar: Hið rétta innræti Orkuveitu Reykjavíkur

#49666
2806763069
Meðlimur

Þetta er vel athugað hjá Eiríki (og reyndar Hrappi líka). Minnir mig óneytanlega á málið í Svínafellsjökli. Ég er sem fyrr á því að taka eigi hart á svona málum.

Því miður skilst mér að stjórn Kajakklúbbsins hafi gersamlega lúffað í þessu máli svipað og stjórn ísalp þegar hún tók þegjandi og hljóðalaust við afsökunarbeiðni frá einhverri undirtillu frá Saga-film!

Vonandi verður ný stjórn Ísalp öflugri í að láta í sér heyra þegar svona kemur upp!

Rannsóknir sýna að kajak siglingar hafa engin áhrif á laxveiðar í ám og vötnum, auk þess sem svona tilskipanir standast víst einfaldlega ekki lög í landinu (en þetta er nú bara eitthvað sem kemur frá Kajakmönnum).

Og hitt er nú bara frá mér, og ég fékk nú aldrei neina haldbæra skýringu á þessari furðulegu ákvörðun varðandi Svínafellsjökuls-málið, frekar en aðrir félagar.

Kv. Ívar erfiði!