Re: svar: Hardcore í tjaldi

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hardcore í tjaldi Re: svar: Hardcore í tjaldi

#54155
0703784699
Meðlimur

Þvílíka vitleysan sem þessi umræða er. Held að Kalli þyrfti að stúdera Hegel og að átta sig á að það eru oftast fleiri en ein hlið á hverju máli.

Ef þú ert að ferðast í nokkra daga er ekki mjög líklegt að þú getir treyst á snjóhúsagerð alla dagana. Því er tjald tekið með. Ef ég væri með tjald að þá myndi aldrei koma til grein að eyða tíma í að moka snjóhús. Aftur á móti ef ég væri ekki með tjald myndi ég að öllum líkindum búa til snjóhús ef það væri hægt.

Að búa til svo stórt snjóhús að maður standi uppréttur og sé með eldunaraðstöðu lýsir skammsýni þess sem það leggur upp, það tæki hálfann daginn að búa svo vel um mannskapinn hið minnsta.

Hef sofið í snjóhúsum í heimalandinu sem og í Noregi. Lærði nýjar aðferðir við snjóhúsagerð af norðmönnum sem mun seint nýtast heima sökum mismunandi aðstæðna. Þar var ísinn töluvert harðari og var eingöngu notað við sög til að saga út miðjun og svo rétt skafið til hliða til að troðast undir (ekki mikill lúxus þar á ferð). Skarðsheiði, Tindfjöll og Botnsúlur buðu uppá annarskonar snjóhús, líkt og vitnað var í hér áður.

Hef aldrei verið í snjóhúsi sem ekki lekur dropum ofaná mig, held að eðlisfræðin útskýri það ferli einfaldlega. Líkamshitinn bræðir snjóinn sama hversu kalt er úti, því jú tilgangurinn með snjóhúsagerðinni er að einangra kuldann úti sem mest og ná að hita upp pleisið.

En að öðrum og eldri þræði þar sem spurt var um hvernig dýnu væri best að sofa á….að þá var samferðarfélagi minn í Noregi með góða lausn. Ég var í miðjum klíðum að lesa FAST AND LIGHT og því með hugann við að einfalda allt og hafa það sem léttast þegar norðmaðurinn mætir með 120lítra poka troðfullann og hreindýraskinn hangandi utaná. Ég með minn 45+15lítra klifurpoka á leið í 4 daga skíðaferðalag um hálendi Noregs vissi ekki alveg hvað maðurinn var að fara með öllum þessum farangri. En til að gera langa sögu stuttu að þá einangraði hreyndýraskinnið miklu betur en eðal loftdýnan mín og svaf kunninginn vært allar næturnar meðan ég skalf á milli þess sem dropanir láku á nefið á mér.

kveðja úr hlýjunni að sunnan,

Himmi

PS: held að GI Joe sem var á ferð með mér seint á síðustu öld á Skarðsheiði myndi hafa óskað sér tjalds frekar en snjóhús þá nóttina……gleymi aldrei svipnum á manninum þegar ég vakna daginn og sé hann með blóðsprungin augun og illa sofinn greyið eftir að hafa þurft að fara yfir 20 sinnum út um nóttina til að losa númer 2 með tilheyrandi vinnu við að opna og loka gatinu á snjóhúsinu. Held að rennilásinn hefði verið betri.