Home › Umræður › Umræður › Almennt › Fyrirlestrar › Re: svar: Fyrirlestrar

Ísalp fékk á silfurfati ekki ómerkari menn en Huber bræðurnar ( http://www.huberbuam.de/ ) til að halda fyrirlestur hér á landi um miðjan Des, en því miður var áhuginn ekki f. hendi frá stjórn til að svo sem lyfta litla fingri, þrátt f. ítrekaða pressu.
Sportvöruverslunin Útilíf sá sér ekki einu sinni fært að styðja smá við fjallamennsku á Íslandi til að geta haldið þennan „smá“ viðburð f. fjallamenn.
Klifurhúsið hikaði ekki við að svara því að þeir myndu leggja allt sitt af mörkum til að ná þessu fram, en það dugði því miður bara f. helmingnum af útgjöldum, því varð úr að tilkynna þurfti þessum mætu mönnum að áhuginn á þeim væri ekki meiri en svo að….hopefully we can pull it out next season.
Félagsmaður í Ísalp sá sér ekki fært að taka fjárhagslega ábyrgð á að fá þessa menn til landsins, skiljanlega, þrátt f. mikla vinnu sem lögð var í það að finna smugu í að fá þá til landsins í annars þétt skipaðri dagskrá sinni.
En gaman að heyra að þeir standi sig vel á flatlendinu, og að þú skemmtir þér þarna úti.
kv. Gimp