Re: svar: Framhald af þræðinum Ópið…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Framhald af þræðinum Ópið… Re: svar: Framhald af þræðinum Ópið…

#53958
Siggi Tommi
Participant

Ég legg til nafnið „Þrífarinn“ eða „Beinfarinn“ á „direktinum“ af Einfaranum (vinstra afbrigðið) og það verði gráðað WI4+/5- eða svo eins og mér heyrist þetta vera á þeim sem þarna hafa riðið um héruð.

Sammála Robba með þessar gráður annars.

Þilið er örugglega sjaldnast í einhverjum meira en WI5 aðstæðum.
Hef farið þarna tvo síðustu vetur og það hefur alls ekki verið eitthvað „erfitt WI5“, meira svona „spooky WI5“ vegna furðuleika íssins og snjóbrekkunnar í lokin. Leiðin var klárlega ekki í neinum WI5+ aðstæðum núna um helgina heldur – allt spikfeitt.
Benchmark WI5 myndi ég segja en auðvitað eru leiðir hérlendis alltaf mismunandi eftir ísafari og snjóalögum.