Re: svar: Framhald af þræðinum Ópið…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Framhald af þræðinum Ópið… Re: svar: Framhald af þræðinum Ópið…

#53968
0309673729
Participant

Nýjar ísklifurleiðir eru í auknum mæli farnar á slóðum sem klifrararnir sem fara leiðirnar þekkja lítið til. Þeir vita því ekki hvort aðstæðurnar eru dæmigerðar eða ekki, sem aftur eykur vandann þegar kemur að gráðun leiðanna.

Það mætti hugsa sér kerfi keimlíkt því sem notað er í Klifurhúsinu. Þeir sem fyrstir fara leiðir stinga upp á gráðu. Þeir sem síðar fara leiðirnar staðfesta gráðuna, hækka hana eða lækka. Eftir ákveðinn tíma og fjölda endurtekninga er gráðunni „lokað“.

Skráningarkerfi á klifurleiðum á nýjum Ísalp-vef sem ku vera von á hvað úr hverju, gæti sem best stutt slíkt fyrirkomulag.

kveðja
Helgi Borg