Re: svar: Fjallaskíði

Home Umræður Umræður Almennt Fjallaskíði Re: svar: Fjallaskíði

#52367
Stefán Örn
Participant

Skipti út telemarkinu fyrir fjallaskíði síðasta vor. Keypti mér Black Diamond KiloWatt skíði, Scarpa Spirit 4 skó og Dynafit bindingar.

Get ekki annað sagt að þetta dót hafi allt þrælvirkað hingað til og títtnefndar Dynafit bindingar staðið sig með mikilli prýði….

Ath að það er hægt að kaupa Dynafit í nokkrum útgáfum – frá því að vera meira hugsað fyrir þramm og framleitt úr andefnum yfir í brekkubindingar úr jarðneskum efnum (en samt létt).

Kostur við Spirit 4 skóna er að það fylgir með þeim stífari tunga ef menn vilja stífa skóna enn frekar upp. Veit ekki hvor þetta fylgi með öðrum týpum frá Scarpa eða örðum tegundum almennt.

Hils,
Steppo