Re: svar: Bratti og Tindfjallaskáli – tilmæli

Home Umræður Umræður Almennt Bratti og Tindfjallaskáli – tilmæli Re: svar: Bratti og Tindfjallaskáli – tilmæli

#47722
0405614209
Participant

Blessaður.

Auðvitað á fólk að skrifa sig í gestabókina í þeim skála sem gist er í. Ef eitthvað kemur uppá þá er allavega vitað hvar viðkomandi var á þessum tíma – þetta vita auðvitað allir.

Svo er auðvitað hitt að því fleiri sem borga skálagjöld, því meiri tekjur og þ.a.l. meiri peningur til að eyða í að gera skálana betri o.s.frv. – þetta vita auðvitað allir líka.

Þú verður formlega munstraður í skálanefnd ásamt Stebba ex-president og svo er Guttormur tilbúinn líka. Ef fleiri hafa áhuga á að taka þátt í störfum fyrir klúbbinn þá er tilvalið að tilkynna það hérna á síðunum eða þá að senda póst á stjorn@isalp.is

Kveðja
Halldór formaður