Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða? Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?

#49707
0311783479
Meðlimur

Hér í Skotlandi er í gangi allsherjar naflaskoðun á „to bolt, or not bolt“. Margir segja reyndar að verið sé að endurvinna mikla umræðu sem var í gangi á 9.áratugnum.

Það er nokkuð sniðugt form á þessu, haldnir eru umræðufundir hingað og þangað um landið, „best of “ síðan verið birt í málgangi Mountaineering Council of Scotland. Allavegana að saman stefið er gegnum gangandi hjá lang flest öllum, þe. að ekki þurfi að bolta þegar hægt er að tryggja með hefðbundnum tólum og án fleyga! Reyndar er standardinn á því hvað þurfi að bolta nokkuð hár, þe. menn tilbúnir að taka langt úthlaup (sjá t.d. einhverja af þessum Hard Grit myndum frá Sheffield). Menn líta líka á þetta sem part af klifurmenningu Bretlands að ekki þurfi auga á klett heldur frekar að hafa auga fyrir klettinum (ehhh slæmur brandari;o) ).
Þessu var hrundið af stað þar sem fámennur hópur lobbýista lét mjög hátt um að fá að bolta.
Reyndar til að bæta smá þjóðernisstollti í þetta, sem reyndar er ávallt í allri umræðu í Skotlandi, þá þreytast menn seint á að taka dæmi af frægum crag hérna (man ekki hvað heitir) sem franskir guide-ar tóku sig til og rað-boltuðu er þeir voru að vinna með einhverju frönsku film-krúi. Leið og þetta spurðist út þá brugðust menn skjótt við og mættu á svæðið, fremstir í flokki menn á 70.-80.aldri sem frumfóru leiðirnar snemma á sl. öld og fóru í það rífa niður boltana fyrir framan nefið á fransmönnum, filmandi og gædandi., og um leið útskýrðu hvurslaga vanhelgun þeir hefðu framkvæmt. – frakkar fóru með skottið milli lappana og marg báðust afsökunar.

…jæja ég er kannski kominn út í aðra sálma, en það sé ég ætlaði að benda á er að við tókum nákvæmlega svipaðan pól í hæðina og Skotar, þegar við ræddum þessi mál bæði á vef og í orði á fundi hjá alpaklúbbnum í fyrra.
Fyrir mér getur enginn ákveðið að fara bolta í Stardal nema að einhugur ríki um það hjá klifursamfélaginu og það getur ekki átt sér stað nema með langri og góðri rökræðu eins og við áttum hér í síðastliðið sumar. Ég hef alltaf litið á ísalp sem regnhlífarsamtök okkar og þau eru einmitt vettvangurinn til að ræða svona mál, en eins og Helgi nefnir sem hugsanlega sýn einhvers að stjórn ísalp gæti skorið úr með boltun eða ekki á einhverju svæði þá finnst mér það vera fásinna (ath. Helgi ég er ekki að eigna þér þessa skoðun með stjórn ísalp:o) ).

Það er allt í lagi að hafa smá könnun, það gerir bara meira síðuna gaman að hafa nýja hluti af og til.

Leyfum Stardal að vera eins og hann er, ég vildi ekki fyrir neina muni missa þá ögrun og þá ánægju sem hann veitir mér.

Hrappur glottir við tönn og hugsar: „auga fyrir auga“
http://gallery.askur.org/album194/IMG_2859?full=1

góðar kveðjur heim
-Halli