Re: svar: Blautir draumar í Brynjudal

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Blautir draumar í Brynjudal Re: svar: Blautir draumar í Brynjudal

#53743
Ólafur
Participant

Leiðirnar tvær til hægri á þessari mynd hafa báðar verið farnar, veit ekki með þá lengst til vinstri.

http://picasaweb.google.com/halldor86/Brynjudalur#5300227225008524082

Ég klifraði báðar þessar leiðir fyrir margt löngu. Í fyrsta sinn sem ég fór þær var það með Degi Halldórs og síðan (að mig minnir) með Kjartani Þorbjörns (sama vetur, sennilega 94) og fleirum úr HSSR (við héldum ísklifurnámskeið þarna). Ég veit ekki hvort við fórum þetta fyrstir ég og Dagur en finnst það frekar ólíklegt. Báðar voru þó ónefndar þegar við fórum þær en hægri leiðina nefndum við Hvutta. Í þau skipti sem ég hef farið hana hefur hún verið heldur meiri um sig en á þessum myndum (þó megin ísinn hafi ekki náð niður). Þægileg 4 gráða.

Á þessum slóðum er einnig frístandandi kertið Snati sem á það til að hrynja þegar minnst lætur. M.a. einu sinni daginn eftir að það var klifið (þó ekki hafi hlánað). Palli kann þá sögu etv betur en pensjóneraður ísklifrari í Skandinavíu.