Re: svar: Blautir draumar í Brynjudal

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Blautir draumar í Brynjudal Re: svar: Blautir draumar í Brynjudal

#53742
1210853809
Meðlimur

Snilld,

Þetta eru góðar leiðir og stutt aðkoma. Auk þess sem það skemmir ekki að komast úr skugganum og klifra aðeins í sólinni. Austasta leiðin sem Dóri og félagar fóru (sú seinasta í myndaseríunni) var mjög álitleg síðustu helgi og langaði mig mjög að prófa hana ef að dagsbirtan hefði gefið færi á því. Mjög flott leið.

Eftir að hafa séð æði margar myndir úr Tvíburagilinu frá síðustu dögum varð ég að fara og prófa þetta. Skellti ég mér því seinnipartinn á föstudaginn uppeftir. Við annann mann, ungan dreng úr firðinum, klifraði ég Helvítis fokking fokk og svo Hagsmunafélagsútgáfuna og hafði ég gríðarlega gaman af. Prófaði svo margumrætt Ólympíska félag. Mjög skemmtilega hreyfingar á klettinum en síðra þegar kom í ísinn. Kertið sem flestir hafa klifrað upp að síðustu, vildi mig greinilega ekki. Þagar ég var að draga mig upp á það brotnaði rúmur meter neðan af því og á niðurleiðinni hitti það vinsta hnéið á mér, fyrir litla ánægju af minni hálfu.
Bólgið hné náði þó ekki að draga niður gleðina og var dagurinn gríðar góður og eiga leiðahöfundar hrós skilið.

Jósef