Re: svar: Blað/blöð í Axar/Pulsar frá Charlet

Home Umræður Umræður Keypt & selt Blað/blöð í Axar/Pulsar frá Charlet Re: svar: Blað/blöð í Axar/Pulsar frá Charlet

#51046
Siggi Tommi
Participant

Þið eruð nú meiri plebbarnir.

Árinni kennir illur ræðari var einhvern tímann sagt í fyrndinni.
Ekki hef ég lent í því oft (þó nokkrum sinnum) að ég hafi bölvað því að vera með ístól frá júratímabilinu. Eina vandamálið er í mjög bólstruðum ís, þá vantar stundum aðeins meira aggressíva sveigju á skaftið til að húkka yfir stöff.
Annars er Axar bara snilldaröxi, sveiflar vel og er temmilega létt. Eftir mínar fönduræfingar til að gera þær fetlalausar eru þær hiklaust á pari við 25.000 króna nýmóðins tól.

Skabbi, ég efast um að hægt sé að bjarga búrhvalsblöðunum hans Bjögga. Þau hefðu átt að verða eftir hjá T-rex og félögum.
En ég væri alveg til í að fá hillujárnin góðu að láni til að gera fetlalausa systemið mitt aðeins groddalegra… :)

BTW! Scarpa Vega er snilld…

Á annars einhver rússneska títaníum rekskrúfu til sölu? heheh