Re: svar: Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#47825
Jón Haukur
Participant

Jamm þetta var æði misjafnt prógram. Það má eiginlega segja að hjólamyndin, kajakmyndin, seinni mix myndin og raunar líka bólder myndin hafi verið allt of langar og mikið um endurtekningar. Mér er eiginlega slétt sama um að sjá Jóa eða Sigga hjóla, bara ekki sömu leiðina grilljón sinnum. Því mætti ráðleggja þeim sem velja myndirnar að taka heldur styttri myndir en lengri. Reyndar fannst mér Denali myndin góð, en hún hefði ef til vill betur átt heima í RÚV kassanum á góðu sunnudagskvöldi.

Ísfestival 2000 var brilljant og tónlistin var sérlega vel valin.

Hins vegar mátti varla á milli sjá hvor var í meiri markaðsetningar og kosningahug í ræðumennskunni þeir Jölli eða Stulli, bíð því spenntur eftir sérframboði Klængshólinga.

En það var mesta furða hvað skrykkildið náði að halda aftur af sér í kynningunum á myndunum fyrra kvöldið, það komu óvenju fáar sögur af fræknum afrekum norðan heiða fyrir margt löngu, hef því nokkrar áhyggjur af því að manninum sé farið að förlast í seinni tíð og það sem verra er, sögubandormurinn virðist hafa á einhvern undarlegan hátt hafa náð að smygla sér úr skrykkildinu yfir í Jölla…

jh