Re: svar: Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#49623
1704704009
Meðlimur

Mér fannst seinna kvöldið talsvert betra en það fyrra.
Myndir gærdagsins voru hver annarri betri. Ástralinn átti í manni hvert bein frá því hann birtist á tjaldinu og til enda og hundkvikindið gerði bara heilmikið fyrir myndina. Soul Purpose var hreinlega geggjuð og Sinners sömuleiðis. Útlimalausi klifrarinn var þrælfínn og ísklifurfestivalið í Ouray var flott.
Annars fannst mér Dætur Everest bara hin ágætasta mynd þótt skiptar skoðanir séu um hana.