Re: svar: Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#48623
Sissi
Moderator

Sælir.

Það má ekki skilja þetta þannig að menn séu bara að vera leiðinlegir. Maður er bara að reyna að hafa áhrif á næsta ár.

Gönguskíðamyndin í fyrradag, skíðamyndin um Júgó-stelpuna í gær (sem var btw. eftir sama gaur, með sama þul og sömu textum í endann + flugeldunum) og þessi úber grillaða FM-hnakka, Euro techno, spandexgalla gönguskíðamynd í gær eru kannski góðra gjalda verðar en ákveðið spurningamerki í þessari dagskrá.

Bara af því að maður veit að það er svo ógeðslega mikið af góðu dóti þarna úti. Endalaust af góðum snjóbretta-, skíða- og klifurmyndum. Á climbxmedia heitnum voru að dælast inn geðveikar sportklifurmyndir alla daga. Væri kannski hugmynd að taka besta Banff dótið og lauma svo með einhverjum góðum sem menn hafa rekist á?

Mér finnst frábært að sjá svona gamlar íslenskar. Endilega halda því áfram. Fimmvörðuhálsmyndin í fyrra eða þar áður var mjög skemmtileg. Vatnajökullinn var ansi magnaður, sérstaklega af því að dótið þeirra var nú bara ekki svo langt frá Eiger köppunum ;) Mögnuð þróunin á síðustu 20 árum miðað við næstu 50 þar á undan.

Takk fyrir mig.

Sissi