Re: svar: Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#48618
2806763069
Meðlimur

Ég er víst að stórum hluta ábirgur fyrir myndavalinu. Ég var satt best að segja nokkuð ánægður með valið í heild. Við tókum reyndar nánast allar myndirnar sem í boði voru. Það voru bara nokkrar mjög stuttar myndir sem við hentum út.

Ég er svo sem sammála þessu með myndina um gönguskíðagelluna og olympíugullið en fanst það ekki stórt atriði (spólaði reyndar yfir hana á DVD).
Á morgun er svo önnur Olympíumynd sem ég horfði á af miklum áhuga og held að allir sannir íþróttamenn hafi bæði gaman og gott af.

Því miður var ekki meira af klifurmyndum í dagskránni og það verður að viðurkennast að skíðin hala inn meiri pening (ekki hér bara almennt) auk þess sem þar er meiri hreyfing á ferðinni en oft í klifurmyndunum. En það er greinilega pláss fyrir góðar klifurmynd ef einhverjir hafa áhuga.
Þó skal taka fram að Eigerin í kvöld er frekar flottur.

Ívar