Re: svar: Axarblöð – piranha

Home Umræður Umræður Keypt & selt Axarblöð – piranha Re: svar: Axarblöð – piranha

#51770
Siggi Tommi
Participant

Já, gamalt er svo sannarlega gott og gilt.
Scarpa Vega plastskórnir eru snilld og gömlu Charlet Moser Axar tólin mín eru tær snilld.
Reyndar er ég núna búinn að skipta hvoru tveggja út en vil ekki heyra að menn séu að dissa gamla stöffið. Þetta verður geymt í innsigluðum umbúðum í geymslunni fram að dómsdegi þegar nútíminn verður að truntu…

Hvernig er það, væri ekki ráð að nýta Ísalp aðstöðuna til að hýsa meira af gullaldarbúnaði?
Ekki nóg að hafa einhverjar stríðsáragræjur eins og tréaxir og bambus-snjóþrúgur. Koma rússnesku títaníumskrúfunum, rekskrúfum, ryðguðum fleygum, Piranha, Vega og öðrum aflögðum græjum sem hafa skipað stóran sess í sögu fjallamennsku og klifurs á landinu gegnum áratugina. Gömlu refirnir hljóta að vera til í að lána eitthvað af þessu stöffi í þágu sagnfræðinnar…