Re: svar: Austurveggur Þverártindseggjar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Austurveggur Þverártindseggjar Re: svar: Austurveggur Þverártindseggjar

#47997
AB
Participant

Þetta er alveg magnað, af myndunum og frásögn að dæma. Virkar sem tilhvötun ( e. motivation ). Aftur til hamingju.

Hvað varðar klifurgráður á Íslandi þá væri mjög áhugavert að taka upp gráðu-umræðu á ný. T.d. finnst mér skrýtið að sumar leiðir fái bara tæknilega gráðu en ekki líka klassísku alpagráðuna ( F uppí ED). Alpagráðurnar segja til um heildarerfiðleikana og hætturnar sem fylgja tiltekinni leið. Leiðirnar Einfari í Eilífsdal og Heljaregg í Vesturbrúnum eru gott dæmi um þetta. Einfarinn er ís og snjóleið af 2/3 gráðu. Leiðir af þeirri gráðu eru ekki tæknilega erfiðar. Margir sem geta leitt WI 3 í ís eiga samt ekkert erindi í Einfarann því leiðin er tiltölulega langt frá mannabyggðum, snjóflóðahætta talsverð og fleira í þessum dúr. Heljareggin er ekki tæknilega erfið heldur, fær IV gráðu sem samsvarar kannski 5.5-5.6. Samt er Heljareggin ekki byrjendaleið. Væri ekki eðlilegt að hafa alpagráður á svona leiðum? Þá þyrftu útskýringar á hverri gráðu að vera skýrar og aðgengilegar. Hvað með að hafa gráðutöflu á síðunni? Er það of bandarískt?:-)
Sumir myndu sjálfsagt segja að þetta skipti ekki máli því klifursamfélagið væri svo lítið og flestir sem byrjuðu að klifra gerðu það í samfloti með reyndari einstaklingum. Einnig er hægt að benda á að almenn skynsemi ætti að hjálpa fólki við að ákvarða eigin getu og reynslu. En stundum er metnaðurinn og löngunin reynslu og getu yfirsterkari. Ýmis slys, t.d. í Grafarfossinum, sanna það að ekki allir vita hvað þeir eru að gera.

Um daginn mætti ég tveimur strákum í brekkunni uppi í Stardal. Þeir voru með 10 stykki af glænýjum tvistum og ónotaða línu og voru að fara að prófa græjurnar. ,,Er ´etta ekki allt boltað?!?“ , spurðu þeir þegar við mættumst og voru alveg geysilega hissa á því að svo væri ekki.

Bara svona pæling….

Kv, Andri