Re: svar: Austurveggur Þverártindseggjar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Austurveggur Þverártindseggjar Re: svar: Austurveggur Þverártindseggjar

#47996
2806763069
Meðlimur

Vá, þetta er ekki nein smá síða sem Einar hefur sett upp.

Einar ég verð að fara að kaupa mér stafræna vél svo þú fáir nú einhverjar myndir af þér líka.

Mér líður bara eins og Dean Potter og félögum, allt á tíma og læti.

Hvað gráðuna varðar hef ég ekki hugmynd. Sá að Snævar og Jón settu TD+ á Skarðatindana á sínum tíma. Þessi leið var bæði tæknilega erfiðari og alvarlegri, en það á bara við um síðustu 80m, þannig að ég veit ekki alveg hvað skal segja. Mér hefur samt alltaf fundist að ED sé eitthvað öfga, amk voru ED leiðirnar sem við horfðum á í Perú ekki eitthvað sem maður var að fara að skella sér í.

Eigum við ekki bara að segja að þetta sé ein af þessum gömlu góðu 5+ sem banka létt í P-þakið.

Annars fer nú vonandi einhver að endurtaka einhverjar af þessum leiðum okkar og þá má kannski taka þessa gráðunarumræðu upp aftur, ég hef nú aldrei verið sá hógværasti í að gefa gráður.

kv.
Ívar