Re: svar: Austfirðir

Home Umræður Umræður Almennt Austfirðir Re: svar: Austfirðir

#54063
Páll Sveinsson
Participant

Ég átti góðar stundir á þessu skíðasvæði í frægri ferð sem kölluð var austfjarðarþokan.
Er einmitt mynnistætt þegar við skíðuðum af skíðasvæðinu og niður að sjó.
Frábær skíðaleið.
Í þá daga vorum við mikið að velta okkur upp úr gráðum á skíðaleiðum og fundum ekki neitt gráðukerfi annað en hauskúbur.
Á leiðini niður að sjó var þessi umræða í gangi og hvað leiðin átti að gráðast.
Í þeim töluðum orðum komu tveir guttar á skíða sleðum rennandi framm úr okkur og eftir það kom ekkert annað til greina en að snara þessum gráðum yfir á íslensku og gefa þessu gráðuna fimm páskaungar.

kv.
Palli